0.3 C
Selfoss

Gunnhildur og Hlynur taka við rekstri Hárgreiðslustofunnar Önnu

Vinsælast

Hárgreiðslustofa Önnu á Eyraveginum á Selfossi hefur fengið nafnið Anna hárstofa en Hlynur, sonur Önnu og Gunnhildur kona hans hafa tekið við rekstrinum. Nýverið var ráðist í talsverðar breytingar á stofunni, skipt um innréttingar og gólfefni, bætt við vinnuaðstöðu og fleira í þeim dúr. Að sögn Gunnhildar stóðu þau Hlynur að mestu sjálf í breytingunum ásamt vinum og vandamönnum. „Okkur finnst þetta koma mjög vel út,“ segir hún.

Gunnhildur segir að þau hafi ákveðið að breyta nafninu á stofunni; „svona til heiðurs Önnu, sem er þekkt nafn enda búin að vera að frá því 1976,“ segir hún. Sjálf ætlar Anna að halda áfram störfum á stofunni, þar sem eru auk hennar og Gunnhildar þær Linda og Margrét, og nýverið bættust þau Gústaf Lilliendahl og Unnur Ósk í hópinn.

„Að öðru leyti erum við ekki að breyta miklu, sama verðskráin og sami góði andinn og upplagt að kíkja til okkar og skoða breytingarnar á stofunni og hitta nýtt fólk,“ segir Gunnhildur að lokum.

 

Random Image

Nýjar fréttir