11.1 C
Selfoss

Gasmengun yfir heilsuverndarmörkum mælist við Múlakvísl

Vinsælast

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að áfram mælist gasmengun (H2S) við Láguhvola. Í nótt mældist hæsta gildi 20 ppm sem er yfir heilsuverndarmörkum. Fólki er bent á að staldra ekki við ána. Ef fólk finnur fyrir einkennum, svo sem sviða í nefi eða augum á að yfirgefa svæðið.

Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga og er nú um 260 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni. Jarðhitalekar eru þekktir í Múlakvísl en síðast varð svipaður leki í byrjun mánaðarins.

Nýjar fréttir