11.1 C
Selfoss

Endurskin í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Nú þegar dimma tekur er mikilvægt að vera sýnilegur í umferðinni, bæði við leik og störf og því eru endurskinsmerki þarfaþing.  Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öruggi sitt til muna en hann sést allt að fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls en sá sem ekki ber endurskinsmerki.

Slysavarnadeild Björgunarsveitarinnar Dagrenningar tók sig til og færði öllum nemendum Hvolsskóla og Leikskólans Arkar á Hvolsvelli endurskinsmerki að gjöf. Þetta er liður í forvarnaverkefnum slysavarnadeildar Dagrenningar sem nýlega hóf aftur störf.

„Okkur fannst þetta tilvalið fyrsta verkefni slysavarnadeildarinnar en hún hefur ekki verið virk lengi. Slysavarnadeildir leggja áherslu á slysavarnir og forvarnastarf og þetta á því vel við á haustmánuðunum,“ segir Snædís Sól Böðvarsdóttir, fulltrúi slysavarnadeildar Dagrenningar.

 

 

 

 

Nýjar fréttir