11.7 C
Selfoss

Hófu tímabilið á sigri

Vinsælast

Stelpurnar hjá Umf. Selfoss hófu leik í Grill 66-deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld með sigri á U-liði Vals, 26-21.

Valsstúlkur mættu ákveðnari til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Þá vöknuðu Selfyssingar til lífsins og skoruðu næstu fjögur mörk leiksins. Gestirnir náðu að halda í við Selfyssinga fyrsta korterið en seinni hluta fyrri hálfleiks byggði Selfoss upp forystu og var staðan í hálfleik 15-10. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik vel og hélt góðu forskoti, raunar út allan leikinn og lönduðu að lokum fimm marka sigri, 26-21.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1. Varin skot: Henriette Østegaard 14 (40%).

Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn gegn Víkingum í Víkinni kl. 19:30. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Víkina og hvetja okkar stelpur til dáða.

Nýjar fréttir