8.9 C
Selfoss

Lokamót mótokrossins í Bolaöldu

Vinsælast

Síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram í Bolaöldu þann 31. ágúst. Iðkendur frá mótokrossdeild Selfoss hafa náð góðum árangri í keppnum sumarsins og var keppnin í Bolöldu engin undantekning.

Í 85 cc flokki varð Alexander Adam Kuc í 2. sæti en í 85 cc flokki yngri varð Eric Máni Guðmundsson í 2. sæti og Bergrós Björnsdóttir í 4. sæti.

Í unglingaflokki <17 varð Bjarki Breiðfjörð Björnsson í 3. sæti og Ármann Baldur Bragason í 4. sæti.

Í MX2 varð Heiðar Örn Sverrisson í 2. sæti. Í kvennaflokki 30+ varð Ragnheiður Brynjólfsdóttir í 3. sæti.

Frábær árangur hjá okkar fólki.

 

Alexander Adam t.v. Mynd/Umf. Selfoss
Alexander Adam t.v. Mynd/Umf. Selfoss
Bjarki Breiðfjörð t.h. Mynd/Umf. Selfoss
Bjarki Breiðfjörð t.h. Mynd/Umf. Selfoss
Eric Máni t.v. og Bergrós t.h. Mynd/Umf. Selfoss
Eric Máni t.v. og Bergrós t.h. Mynd/Umf. Selfoss

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir