10 C
Selfoss

Spennandi ráðstefna um strauma og stefnur í ferðaþjónustu

Vinsælast

Markaðsstofur landshlutanna halda, í samvinnu við Ferðamálastofu, spennandi ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðaþjónustu fimmtudaginn 12. september nk. ráðstefnan, sem ber heitið Ferðamaður framtíðarinnar mun fara fram á Reykjavík Hótel Natura frá 13:00 – 16:00.

Aðalerindi dagsins heldur Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL, sem er leiðandi í ferðaþjónustu- og markaðsrannsóknum í heiminum í dag. Paul Davies hefur mikla reynslu á sviði markaðsrannsókna og víðtæka þekkingu á neytenda- og kauphegðun og mun í fyrirlestrinum fara yfir helstu strauma og stefnur í kaup- og ferðahegðun fólks á heimsvísu, auk þess að fjalla um hvernig sú þróun hefur áhrif á ferðaþjónustu í heiminum.

„Við hvetjum alla sem starfa beint eða óbeint í ferðaþjónustu að láta þennan viðbuð ekki framhjá sér fara, segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Suðurlands.“

Nánari upplýsingar og skráning á http://www.markadsstofur.is/

Nánar um viðburðinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/2116726551767023/

Nýjar fréttir