0.4 C
Selfoss

Lagt á vatn – Gjörningur á Laugarvatni

Vinsælast

Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur dvaldi og vann á Gullkistunni á Laugarvatni í byrjun ágústmánaðar. Þegar tækifæri hafa gefist í starfsemi Gullkistunnar býður hún íslenskum listamönnum til dvalar en hingað til hafa langflestir listamannanna sem dvalið hafa þar verið erlendir. Hugsunin að baki þessu boði er að efla tengslin við innlendan listheim meðal annars í þeim tilgangi að almenningur fái að njóta þess. Sex listamenn frá jafnmörgum löndum: Bandaríkjunum, Spáni, Frakklandi, Kanada, Ástralíu og Hollandi dvöldu á sama tíma og Elísabet og var andrúmsloftið sérlega skapandi. Einn sólardaginn við lok dvalar sinnar tóku Elísabet og Alda Sigurðardóttir framkvæmdarstýra höndum saman og gengu fylktu liði annarra listamanna niður að Laugarvatni með borðdúka í öllum mynstrum og litum. Elísabet og Alda gengu síðan út á vatnið þar til það náði þeim í mitti og byrjuðu að leggja dúkana á vatnið líkt og á borð. Þetta var einstaklega fallegur og myndrænn gjörningur sem margir ferðalangar á bakka Laugarvatns fengu að njóta. Gjörning sinn kölluðu Elísabet og Alda Lagt á vatn. Framundan á Gullkistunni eru Opin hús þar sem listamenn opna vinnustofur sínar fyrir almenning og haustdagskráin Morgunskógurinn þar sem áhersla er lögð á skapandi ritlist.

 

Nýjar fréttir