7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Allt á öðrum endanum í Bókasafni Árborgar

Allt á öðrum endanum í Bókasafni Árborgar

0
Allt á öðrum endanum í Bókasafni Árborgar

Miklar framkvæmdir eru um þessar mundir á Bókasafni Árborgar en verið er að bæta og breyta aðstöðunni til hins betra. Til þess þurfti meðal annars að færa allt úr öðrum enda hússins yfir í hinn og má því segja að allt sé á öðrum endanum í bókasafninu um þessar mundir. Það eru vaskir starfsmenn bókasafnsins sem fluttu það sem flytja þurfti með annarri hendinni. Þá kemur fram í samtali við bókasafnið að búið sé að færa alla skiladaga fram til 19. September þannig að ekkert þarf að skila fyrr en safnið opnar að nýju í glæsilegri mynd.

Harðduglegir starfsmenn á Bókasafni Árborgar á Selfossi búnir að flytja safnkostinn endanna á milli.