1.1 C
Selfoss

Opinber stuðningur til nýsköpunar

Vinsælast

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.  Verkefni sem sjóðurinn styrkir er ætlað að auka fjölbreytni atvinnulífsins ásamt því að hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Rannís standa fyrir kynningu á styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs og skattafrádrætti vegna rannsókna- og þróunarverkefna á fundi á skrifstofu SASS að Austurvegi 56 miðvikudaginn 21. ágúst og Þekkingarsetri Vestmannaeyja fimmtudaginn 22. ágúst. Báðir fundirnir hefjast kl. 12. Fundinum á Selfossi verður streymt á netinu en hlekk inná streymið er hægt að finna á heimasíðu SASS. Frumkvöðlar og starfandi fyrirtæki eru hvött til að koma og kynna sér málið.

 

Nýjar fréttir