10 C
Selfoss
Home Fréttir Milan Kundera og Ísland í Hlöðunni að Kvoslæk

Milan Kundera og Ísland í Hlöðunni að Kvoslæk

0
Milan Kundera og Ísland í Hlöðunni að Kvoslæk
Friðrik Rafnsson.

Sunnudaginnn 18. ágúst nk. kl. 15.00 flytur Friðrik Rafnsson þýðandi erindi í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð. Friðrik ræðir þar almennt um skáldsögur tékknesk/franska rithöfundarins Milans Kundera (f. 1929) og viðtökur þeirra hérlendis.

Kundera og kona hans, Vera, hafa margoft komið til Íslands og hafa íslenskar bókmenntir haft áhrif á bækur hans. Kundera hefur búið í Frakklandi frá 1975 og eru flestar bækur hans skrifaðar á frönsku.

Kundera hefur skrifað á annan tug bóka og hefur Friðrik Rafnsson þýtt þær allar á íslensku og hefur kynnst honum persónulega. Metsölubók Kundera Óbærilegur léttleiki tilverunnar, 1984, kom út á íslensku 1986 og varð einnig metsölubók hér á landi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og að honum loknum verður boðið upp á kaffi.