0.4 C
Selfoss

Frelsi einstaklingsins í Listagjánni á Selfossi

Vinsælast

Listamaðurinn á Bókasafni Árborgar að þessu sinni er tvítugur myndlistanemi sem er nýfluttur aftur á sínar heimaslóðir í Árborg. Hann heitir Hörður Frans Vestmann og sýningin ber heitið „Frelsi einstaklingsins“.

Þetta er hans fyrsta einkasýning Harðar enda ungur að árum en myndirnar eru flestar málaðar á þessu ári. Hann hefur undanfarið unnið með hugtakið „frelsi“ og hefur þróað sín góðu og áreiðanlegu vinnubrögð út frá hugmyndum um frelsi einstaklingsins.

Allir eru velkomnir að koma og sjá þessa sýningu sem verður í Listagjánni. Sýningin verður opin á sama tíma og safnið út ágústmánuð.

Bókatröppurnar
Föstudaginn 8. ágúst verður bókamarkaður á tröppum safnsins, en það er gjörningasamstarf hjá Bókasafninu og Rakel Sif Ragnarsdóttur listakonu sem vinnur þar og þetta er þriðja árið sem það fer fram.

Starfsfólk bókasafnis vonast til að sjá sem flesta þessa daga sem aðra – allir eru ævinlega velkomnir.

Nýjar fréttir