5.6 C
Selfoss

Viðhaldsvinna við Ölfusárbrú gengur vel

Vinsælast

Fyrirtækið Verkvík-Sandtak hef­ur í sumar séð um að sandblása og mála neðri hluta Ölfusárbrúar, eins og mörgum er eflaust kunnugt. Að sögn Gunn­ars Árna­sonar, for­stjóra Verk­vík­ur-Sand­taks hefur verkefnið geng­ið með besta móti.

„Verkinu miðar vel áfram og við höfum ekki orðið fyrir nein­um töf­um. Við erum rétt rúmlega hálfn­aðir með sandblásturinn og fyrsta málningargrunninn. Sand­blæstr­inum lýkur um miðjan ágúst og þá minnkar allt ryk og hávaði sem óhjákvæmilega hlýst af því. Þá er eftir málningarvinna sem við reiknum með að vera í síðasta lagi búnir með í byrjun septem­ber.

Aðspurður um ástand brúar­innar segir Gunnar: „Brúin er að okkar mati í býsna góðu standi miðað við aldur. Hún hefur verið vel gerð í upphafi og er lítið sem ekkert farin að láta á sjá.“

Þegar hugmyndir bæjarbúa um að skipta um lit á brúnni voru bornar undir Gunnar segist hann hafa fengið veður af þeirri um­ræðu. „Það væri auð­vitað gam­an að setja nýjan lit á brúna og mögu­lega verður það gert ein­hvern tímann en það er auð­vitað Vegagerðin sem ræður því,“ seg­ir Gunnar að lokum.

Nýjar fréttir