6.1 C
Selfoss

Glæsilegur árangur hjá 3. flokki Selfoss á USACUP

Vinsælast

Umf. Selfoss sendi tvö lið til leiks á USACUP, knatt­spyrnumót sem fram fer í Blaine í Minneapolis í Bandaríkjunum ár hvert.

U15 ára liðið lék sex leiki á mótinu og vann alla. Liðið fékk einungis á sig tvö mörk á mótinu. Úrslitaleikurinn var gegn heima­liðinu, Minnesota RUSH frá Minneapolis og fór hann 2-1. Sindri Þór Arnarson skoraði fyrsta markið og í upphafi seinni hálfleiks jöfnuðu Rush liðar. Gunnar Rafn Borgþórsson þjálf­ari liðsins gerði þá þrefalda skipt­ingu og í næstu sókn stormuðu þeir Tryggvi Freyr Magnússon og Steinar Benoný Gunnbjörns­son upp kantinn með góð þrí­hyrnings spili sem endað með þrumuskoti Steinars á nærstöng­ina og boltinn söng í netinu. Sel­foss hafði síðan tögl og hald í leiknum eftir það og sigldu sigrinum í örugga höfn.

Eldra liðið U16 komst í undn­úrslit en tapaði 0-2 í hörku leik og endaði í 3.–4. sæti.
Keppendur á mótinu voru um 16.000 á aldrinum 9–19 ára og liðin um 1.300.
Keppt er á 66 völlum National Sports Center í Blaine, úthverfi Minneapolis.

Nánar má fræðast um mótið á www.usacup.org

Strákar úr 3. flokki Selfoss á USACIP 2019.

Nýjar fréttir