2.8 C
Selfoss

Lýsing á deiliskipulagi Friðarstaðareits kynnt

Vinsælast

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar sem haldinn var þann 13. júní sl. var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á deiliskipulagi Friðarstaðareits í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Friðarstaðir séð úr lofti. Myndin er tekið árið 2012. Mynd: AH.

Deiliskipulagssvæðið er um 13 hektarar að flatarmáli og þar af er byggingarland um 5,6 hektarar. Svæðið nær til verslunar- og þjónustureitsins „VÞ2” og að hluta til, til opnu reitanna „OP2”, „OP4” og „OP12”, sbr. aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017–2029.

Lóðirnar Hverhamar, Hverahvammur, Álfahvammur, Álfafell 1 og 2, Varmá 1 og 2 og Friðarstaðir eru innan svæðisins og einnig opin svæði norðan Friðarstaða og sunnan Hverhamars, Grýlusvæðið, og Varmárbakkar þar sem þeir liggja að ofangreindum lóðum og svæðum. Gamla rafstöð Mjólkurbús Ölfusinga ásamt tilheyrandi stíflumannvirkjum er innan svæðisins. Á svæðinu er nú í gildi deiliskipulag fyrir Friðarstaði og fyrir Hverhamar/Hverahvamm.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra hafa öll hús hafa verið rifin og fjarlægð. Stóra íbúðarhúsið var selt og flutt í vor yfir í Reykjakot.

Mynd tekin þegar húsið að Friðarstöðum var flutt. Mynd: AH.
Random Image

Nýjar fréttir