11.7 C
Selfoss

Vor restaurant opnar á Selfossi á morgun

Vinsælast

Blaðamanni DFS.is gafst tækifæri á að líta við á veitingastaðnum Vor sem opnar við Austurveg 1-3 á Selfossi á morgun kl. 11. Innandyra er allt á fullu við að reka smiðshöggið á staðinn fyrir morgundaginn. „Það hefur gengið ljómandi vel hjá okkur að koma þessu á koppinn og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna á morgun,“ segir Sandra Jónsdóttir, verslunarstjóri.

Matseðillinn byggir upp á hollum skyndibita; ferskum söfum, hristingum, samlokum, salati og fleira. „Svo eru hér belgískar vöfflur með ís sem þú bara hreinlega verður að smakka,“ segir Elva Dögg Þórðardóttir annar eigenda staðarins.

Veitingastaðurinn er samstarfsverkefni þeirra Tómasar Þóroddssonar og Elvu Daggar Þórðardóttur. Saman hafa þau áralanga reynslu í veitingageiranum. Tómas á og rekur Kaffi krús á Selfossi og Elva rekur Skyrgerðina og Hótel Frost og Funa í Hveragerði.

 

 

Nýjar fréttir