8.4 C
Selfoss

Briet á Hendur i Höfn á morgun

Vinsælast

Tónlistarkonan Bríet mun halda tónleika á veitingastaðnum Hendur í höfn í Þorlákshöfn á morgun laugardaginn 6. júlí kl. 21. Er þetta liður í viðburðaröð sem staðurinn stendur fyrir. Bríet skaust hratt upp á stjörnuhimininn árið 2018 og hefur í kjölfarið spilað vítt og breitt bæði hérlendis og erlendis. Hún hlaut verðlaun sem „söngkona ársins“ á Hlustendaverðlaununum og „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaununum. það gefur til kynna að framtíðin sé einstaklega björt hjá þessari frábæru söngkonu.

Í lok maí hélt hún tónleika með öðruvísi sniði en hún er vön á kaffi Flóru í Reykjavík þar sem hún sagði frá því hvernig hún fór frá því að spila á börum Reykjavíkur í að troða upp á stórum tónlistarhátíðum í Evrópu. Þeir tónleikar þóttu einkar vel heppnaðir og var gjörsamlega troðfullt út að dyrum. Hún ákvað að endurtaka leikinn og nú í Þorlákshöfn. Þar mun hún spila sín uppáhalds lög í bland við eigið efni. Þetta er kvöldstund sem enginn tónelskandi má missa af!

Nýjar fréttir