9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Tónlistarkonan BIRNA gefur út sitt fyrsta myndband

Tónlistarkonan BIRNA gefur út sitt fyrsta myndband

0
Tónlistarkonan BIRNA gefur út sitt fyrsta myndband
BIRNA, 15 ára tónlistarkona úr Hveragerði, var að gefa út sitt fyrsta myndband sem tekið var upp í Reykjavík, nóttina fyrir 17. júní þegar götur höfðu tæmst og hægt var að loka götum í kringum Hallgrímskirkju með aðstoð frá Reykjavíkurborg og Lögreglunni í Reykjavík.
Notaðir voru drónar til að mynda BIRNU úr turni Hallgrímskirkju, niður á klappirnar fyrir neðan og svo inn á Skólavörðustíginn.
Um er að ræða cover-útgáfu af lagi Lady GaGa, Shallow, en gaman er að geta þess að BIRNA mun svo síðla sumars gefa út sitt fyrst lag og myndband þar sem hún semur sjálf lag og yrkir texta.