9.5 C
Selfoss

Um 180 keppendur voru í Bláskógaskokkinu

Vinsælast

Bláskógaskokk HSK var haldið 16. júní sl. í samstarfi við Ferðaskrifstofuna Exploring Iceland og Fontana á Laugarvatni. Veður var gott þurrt og hlýtt og lítill vindur. Hlaupnar voru 10 mílur og 5 mílur. Tíu mílur voru ræstar á hefðbundnum stað við Gjábakka en fimm mílur á Laugardalsvöllum og enduðu báðar vegalengdir á Hverabraut rétt sunnan við Fontana. Tímataka var með flögum frá tímataka.net. Tvær drykkjarstöðvar voru á leiðinni og í endamarki var vatn í flöskum.

Þátttakendur voru 181, þar af voru 134 manna hópur frá Bandaríkjunum en hópurinn kom til landsins á vegum Exploring Iceland. Að hlaupi loknu bauð Fontana öllum þátttakendum ásamt starfsliði frítt í baðstaðinn. Verðlaun voru veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd fyrir sig. Voru þau gefin af Hótel Geysi. Fyrsta kona í 10 mílum var Rán Kristinsdóttir á tímanum 01:23:25 og fyrsti karl Jonathan Slater frá Bandaríkjunum á 1:14:07. Fyrsta kona í 5 mílum var Eir Fannarsdóttir á 37:29 og fyrsti karl Karl Ágúst Hannibalsson en hann kom í mark á 32:50. Hver þátttakandi fékk þátttökupening að hlaupi
loknu. Starfsmenn við hlaupið á hlaupadegi voru frá almenningshlaupanefnd HSK, Frískum Flóamönnum og Iceland Explorer. HSK þakkar styrktar- og samstarfsaðilum fyrir samstarfið og stuðninginn við framkvæmd hlaupsins. Úrslit hlaupsins má sjá á www.timataka.net og www. hlaup.is.

Nýjar fréttir