1.7 C
Selfoss

Skemmdarvargar á ferð í Árborg

Vinsælast

„Tjónið er áætlað vel á aðra milljón, en ekki eru allir reikningar komnir í hús“, segir Óðinn K. Andersen, umsjónamaður fasteigna hjá Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða tjón sem skemmdarvargar hafa valdið víðs vegar um Sveitarfélagið Árborg að undanförnu.

Miklar skemmdir á sameiginlegum eigum samfélagsins

Flísar brotar á klæningu Jötunheima með grjótkasti. Mynd: Aðsend

Meðal þess sem skemmt hefur verið er flísaklæðning á leikskólanum Jötunheimum en um og yfir 20 flísar af klæðningu hússins hafa verið brotnar með grjótkasti. Rúðubrot hafa verið víðs vegar um bæinn m.a. í Þuríðarbúð Stokkseyri, Gamla Sandvíkurskóla, Vallaskóla, Valhöll, Ráðhúsinu, Þjónustumiðstöðinni Álftarima 2 og Sundhöll Selfoss. Þá hafa leiktæki við Vallaskóla og áningarborð verið brotið og skemmt. „Kannski það svakalegasta var íkveikja við Sunnulækjarskóla sem varð í apríl sl. Slökkviliðið var ræst út en hæglega hefði þetta getað farið illa. Þá er meira um rúðubrot ef við miðum við árið í fyrra og árin á undan.“ segir Óðinn.

Lögregla upplýst um málið – forvarnir heima fyrir besta vopnið

Íkveikja var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi sem fer með rannsókn málsins. Aðspurður segir Óðinn að settar verði upp eftirlitsmyndavélar á næstu dögum við Jötunheima. „Við viljum svo ítreka við foreldra að fylgjast með í sínu hverfi og tilkynna til lögreglu verði vart við skemmdarstarfsemi. Þá er mikilvægt að ræða það við börn og ungmenni að við öll sem byggjum samfélagið ættum að standa vörð um eigur þess því peningarnir koma jú úr okkar eigin vasa.“

Nýjar fréttir