9.5 C
Selfoss

Þrír kennarar við FSu heiðraðir

Vinsælast

Þrír kennarar, Helgi Þorvaldsson, Ólafur Bjarnason og Sigurður Grímsson, sem hafa starfað við Fjölbrautraskóla Suðurlands í samtals 96 ár, létu formlega af störfum við lok vorannar og var þeim færður þakklætisvottur af því tilefni á brautskráningu vorannar 25. maí sl.

Helgi hefur kennt við skólann allt frá stofnun hans, árið 1981. Hann hefur kennt ensku, bæði á Selfossi, og einnig á Litla-Hrauni.

Ólafur, hóf störf við skólann árið 1987, og hefur kennt stærðfræði auk þess að aðstoða nemendafélag skólans við bókhald þess í áraraðir.

Sigurður, sem hefur kennt við FSu frá árinu 1993, hefur kennt málmiðngreinar, bæði á Selfossi og á Litla Hrauni.

Við brautskráninguna var þeim þakkað fyrir einstaklega vel unnin störf í gegnum árin og dýrmætt framlag þeirra til menntunar sunnlenskra ungmenna í gegnum árin.

Nýjar fréttir