9.5 C
Selfoss

Frændur úr Flóanum settu met

Vinsælast

Vormót öldunga í frjálsíþróttum var haldið í Reykjavík 25. maí sl. og tóku tveir keppendur frá HSK þátt í mótinu og settu samtals átta HSK-met. Þetta afrekuðu frænd­urnir Jón M. Ívarsson og Sig­mundur Stefánsson sem kepptu báðir í flokki 70–74 ára.

Sigmundur bætti ársgamalt met sitt í spjótkasti í 70–74 ára flokki, kastaði 17,41 metra, en metið var 16,07 m. Jóni tókst að bæta ársgamalt met Sigmundar í kúluvarpi fjórum sinnum og endaði í 8,00 m. Svo bætti Jón lóðkastsmetið frænda síns þrisvar og endaði í 8,66 m.

Þess má geta að þeir eru báðir úr Gaulverjabæjarhreppi, Jón fædd­ur og uppalinn á Vorsabæjarhóli og Sigmundur fæddur og uppalinn í Arabæ.

Nýjar fréttir