12.3 C
Selfoss

Alelda bifreið austan við Vík í Mýrdal í nótt

Vinsælast

Lögregla og slökkvilið fengu tilkynningu laust fyrir klukkan 3 í nótt um eld í fólksbifreið. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu að bifreiðin hafi verið stödd á þjóvegi 1 skammt austan við Vík í Mýrdal. Bifreiðin varð fljótt alelda og er gjörónýt.

Ökumaður og farþegi sem voru tveir í bifreiðinni er eldur kom upp sluppu ómeiddir.

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.
Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.
Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.
Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

 

Nýjar fréttir