11.1 C
Selfoss

Þarfagreining Heilsueflandi samfélags í Hrunamannahreppi

Vinsælast

Verkefnið Heilsueflandi samfélag er komið af stað í Hrunamannahreppi. Leitað hefur verið til íbúa sveitarfélagsins um að koma með hugmyndir að verkefnum/aðgerðum sem byggja upp heilsueflandi samfélagi í heild sinni. Spurt er: Hvar er þörf fyrir verkefni/íhlutun? Hvað myndi gagnast sem flestum og er nokkuð einfalt að fara af stað með? Eins má koma með hugmyndir um uppbyggingu á þjónustu eða samstarfi. Jafnvel verkefni sem eitthvað félag gæti tekið að sér að halda utan um og framkvæma. Hægt er að skrá inn hugmyndir á heimasíiðu Hrunamannahrepps (fludir.is).

Markmiðið með verkefninu er að skapa sjálfbært heilsueflandi samfélag/umhverfi þar sem holla valið er auðvelda valið. Á næstu fjórum árum mun hvert ár hafa sitt þema: 2019–2020: Hreyfing og útivera, 2020–2021: Næring, 2021–2022: Gerðrækt, líðan og félagslíf, 2022–2023: Heilbrigðir lifnaðarhættir, öryggi og sjálfbærni.

Nýjar fréttir