8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Lögreglan auglýsir eftir vitnum að skemmdarverkum

Lögreglan auglýsir eftir vitnum að skemmdarverkum

0
Lögreglan auglýsir eftir vitnum að skemmdarverkum
Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir vitnum að skemmdarverkum sem unnin voru á bifreið sem hafði verið skilin eftir á Landeyjavegi við bæinn Káragerði síðastliðið miðvikudagskvöld.

Þegar eigandi bifreiðarinnar kom að bifreiðinni á föstudag var búið að dælda allar hliðar bifreiðarinnar. Bifreiðin sem var skemmd er af gerðinni Kia Stonic hvít að lit.

Þeir sem telja sig hafa upplýsingar sem gætu upplýst málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum 112 eða á samfélagsmiðlum.