4.5 C
Selfoss

Úrslitarimma Selfyssinga og Hauka hefst í kvöld

Vinsælast

Úrslitakeppni karla í handknattleik, þar sem eigast við lið Sel­foss og Hauka, hefst í kvöld, þriðjudaginn 14. maí kl. 18:30 í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Annar leikur liðanna verður í Hleðsluhöllinni á Selfossi föstudaginn 17. maí kl. 19:30. Þriðji leikurinn varður í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði sunnudaginn 19. maí kl. 18:00. Ef fjóra eða fimm leiki þarf til að knýja fram úrslit fara þeir fram á miðvikudag og föstudag í næstu viku.

Búast má við mikilli stemningu á leikj­unum og troðfullum húsum. Stuðningsmenn Selfoss voru öflugir í undanúrslitunum og láta sitt örugglega ekki eftir liggja í úrslitaleikjunum.

Nýjar fréttir