7.8 C
Selfoss

Umbúðir & Ráðgjöf ehf. hefur keypt rekstur Pappírs hf.

Vinsælast

Í tilkynningu frá eigendum fyrirtækisins segir að tilgangurinn með kaupunum sé að styrkja vöruframboð félagsins með sérstaka áherslu á umhverfisvænar lausnir og stækka um leið viðskiptavinahópinn.

Umbúðir & Ráðgjöf var stofnað árið 2001 og býður alhliða lausnir í umbúðum fyrir matvælaframleiðendur hér á landi þar sem hraði, gæði og þjónusta eru í fyrirrúmi. Félagið hefur verið í sókn undanfarið ár þar sem vöruúrval hefur verið breikkað og viðskiptavinum fjölgað.

Pappír hf. var stofnað árið 1988 af Sigurði Jónssyni og fjölskyldu hans sem hefur starfað við reksturinn frá upphafi. Pappír hefur sérhæft sig í sölu á búðarkassa-, reiknivéla- og posarúllum, auk sölu á umbúðapappír, apótekarapokum og pappírsburðarpokum. Félagið leggur áherslu á að bjóða eingöngu gæðapappír og umhverfisvænar lausnir. Pappír annast alla dreifingu til viðskipavina á höfuðborgarsvæðinu með eigin bíl og er afgreiðslutími innan við einn sólarhringur.

Markmið nýrra eigenda er að styrkja enn frekar vörumerkið Pappír og skjóta um leið fleiri stoðum undir reksturinn og sækja á nýja markaði með umhverfisvænum pappírspokum.

Nýjar fréttir