-0.6 C
Selfoss

Selfoss vann fyrsta leikinn

Vinsælast

Selfoss og Haukar áttust við í Hafnarfirði í kvöld í fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Þar unnu Selfyssingar góðan sigur 22-27 og eru þar með komnir yfir í einvíginu. Næsti leikur verður í Hleðsluhöllinni á Selfossi á föstudaginn.

Haukar byrjuðu betur í leiknum í kvöld og komust í 5-3. Þá tóku Selfyssingar kipp og breyttu stöðunni í 6-9 um miðjan fyrri hálfleikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 9-13. Staðan í hálfleik var 11-14.

Haukar komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og náðu að jafna í 17-17 á 39. mínútu. Þannig var staðan allt þar til á 43. mínútu en þá komust Selfyssingar aftur yfir. Jafnt var síðan á tölum upp í 20-20. Selfyssingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum fimm marka sigur 22-27.

Sölvi Ólafsson átti frábæran leik í marki Selfoss og varði samtals 26 skot, þar af 3 víti. Vörn Selfoss var einnig firnasterk sem sést á því að Haukar skoruðu aðeins 22 mörk.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk. Hergeir Grímsson skoraði 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Haukur Þrastarson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Alexander Már Egan 2, Nökkvi Dan Elliðason 2 og Guðni Ingvarsson 2.

Hjá Haukur skoraði Daníel Þór Ingason 7 mörk, Atli Már Báruson 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Tjörvi Þorgeirsson 1 og Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.

Random Image

Nýjar fréttir