-3.3 C
Selfoss

Vinnudagur í Friðlandi í Flóa 18. maí

Vinsælast

Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og er ætlunin að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí nk. milli kl. 09:00 og kl. 15:00 til þess að taka til hendinni.

Verkefni dagsins verða fyrst og fremst hreinsun svæðisins með ruslatýnslu og málningarvinna við fuglaskoðunarhúsið og flotbrýr/göngustíga.

Fólk er beðið að athuga að tímasetningar geta breyst þegar nær dregur, eftir veðurspá. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Stígvél eru bráðnauðsynlegur skófatnaður. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um fugla velkomnir.

Nýjar fréttir