11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Bjargfæri komin út hjá Sæmundi

Bjargfæri komin út hjá Sæmundi

0
Bjargfæri komin út hjá Sæmundi

Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi bókin Bjargfæri eftir Samöntu Schweblin í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.

… þetta er að gerast, Amanda. Ég krýp við rúmstokkinn þinn í einni sjúkrastofunni á heilsugæslunni. Tíminn er á þrotum og áður en hann rennur út þarf að finna vendipunktinn.

Ung kona liggur dauðvona á sjúkrabeði. Hjá henni situr drengur, óskyldur henni, sem hjálpar henni að segja sögu sína. Saman reyna þau að grafast fyrir um þá hræðilegu atburði sem hafa kippt fótunum undan tilveru ungu konunnar og fjölskyldu hennar.

Bjargfæri er nístandi hryllingssaga úr nútímanum, þéttofin og næstum óbærilega spennandi örlagasaga um það sem við óttumst mest.

Samanta Schweblin er fædd í Argentínu árið 1978 og býr í Berlín. Hún er ein skærasta stjarnan í bókmenntum hins spænskumælandi heims nú um stundir, skrifar bæði smásögur og skáldsögur og þykir einhver hæfileikaríkasti höfundur sem um langa hríð hefur komið frá Suður-Ameríku. Bjargfæri er hennar fyrsta skáldsaga; hún hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Schweblin er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík.