1.1 C
Selfoss

Minningarsjóður Jennýjar Lilju gaf björgunarsveitinni Kyndli loftdýnusett

Vinsælast

Föstudaginn 26. apríl sl. afhenti Minningarsjóður Jennýjar Lilju  Björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri þrjú loftdýnusett (grjónadýnur) sem auðvelda sveitinni störf á vettvangi slysa.

Eftir hörmulegt slys við Núpsvötn 27. des s.l. birtist viðtal við einn liðsmann sveitarinnar. Þar kom fram að björgunarsveitum á svæðinu vantaði betri búnað til að bregðast við alvarlegum slysum sem þessu. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/28/madur_bidur_bara_um_fyrirmaeli/

Minningarsjóður Jennýjar Lilju ákvað að svara ákalli björgunarsveitarinnar og færa hennið að gjöf þrú sett af loftdýnum (grjónadýnum) til að bæta við tækjakost sinn. Settin eru frá Germa AB og eru dýnurnar hannaðar til að tryggja hámarks stöðugleika á ferð fyrir slasaða sjúklinga.

Eitt af markmiðum Minningarsjóðs Jennýjar Lilju er að styrkja viðbragðsaðila við tækja- og búnaðarkaup. (www.minningjennyjarlilju.is). Helsta fjáröflunarleið minningarsjóðsins er áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú í ár hleypur hópur fólks fyrir sjóðinn og safnar áheitum.

Nýjar fréttir