0.3 C
Selfoss

Ánægjuleg uppskera Sunnlendinga á Nótunni

Vinsælast

Lokatónleikar Nótunnar, upp­skeruhátíðar tónlistar­skól­anna, fóru fram í Hofi á Akur­eyri laugardaginn 6. apríl sl. Á tónleikunum léku tónlistarskóla­nemendur sem valdir höfðu verið úr hópi hundr­uða flytjenda á fernum svæðis­tónleikum Nót­unn­ar í mars, en um 70 nemendur komu fram á lokatón­leik­un­um í 24 atriðum.

Lokatónleikarnir voru einstaklega fjölbreyttir og skemmtilegir, því þarna mátti heyra nemendur á ýmsum námsstigum flytja mjög ólík verkefni svo sem einleik og einsöng, sinfóníuhljómsveit, þungarokkssveit og samleik af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. Tíu atriði fengu verðlaunagrip Nótunnar fyrir frammistöðuna og endurspegluðu verðlaunin þá fjölbreytni sem einkenndi dagskrána.

Tónlistarskóli Árnesinga átti tvö atriði á lokatónleikunum og unnu bæði atriðin verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir flutning sinn. Fulltrúar skólans voru Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem lék 1. þátt úr konsert í a-moll eftir Antonio Vivaldi á fiðlu, við undirleik Einars Bjarts Egils­sonar og Rytmasveitin No Sleep lék lagið Something eftir George Harrison, en hana skipa Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson raf­bassi, Valgarður Uni Arnarson raf­gítar og Þröstur Ægir Þor­steins­son trommur.

Gísella Hannesdóttir, nem­andi Tónlistarskóla Rangæinga, hlaut einnig verðlaun Nótunnar en hún lék eigið verk á tónleik­unum sem heitir Hinsta óskin.

Að auki var Eyrún Huld önn­­ur tveggja sem fékk viður­kenn­ingu í formi þátttöku á tón­leik­um Sinfóníuhljómsveitar áhuga­­­manna á næsta starfsári

Verðlaunahafar á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Random Image

Nýjar fréttir