12.3 C
Selfoss

Slæmt GSM samband í neðri hluta Flóahrepps

Vinsælast

Talsvert slitrótt og lélegt samband er fyrir GSM síma í neðri Flóahreppi eins og margir íbúar sveitarfélagsins kannast við. Bryndís Eva Óskarsdóttir, bóndi í Dalbæ í Flóahreppi, sagði í samtali við Dagskrána að það væri afar lélegt samband niður frá. „Það er til að mynda ekki samband hvar sem er í húsinu og það er enn verra í útihúsunum. Þá er vert að benda á að það er ákveðið öryggisatriði fyrir okkur sem vinnum stundum ein að hafa þessa hluti í lagi. Það myndi breyta miklu fyrir okkur að sambandið verði betra.“

Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í byrjun mánaðarins og bókaði áskorun til þeirra aðila sem sinna fjarskiptaþjónustu á svæðinu að vinna að uppfærslu á þeim sendum sem eiga að þjónusta svæðið þannig að GSM samband verði ásættanlegt. „Ég sendi bókunina á öll stærri fjarskiptafyrirtækin sem sinna þessari þjónustu ásamt því að senda afrit af öllum erindunum á Almannavarnir á Suðurlandi. Það er mikilvægt öryggisatriði, bæði fyrir íbúa og ferðamenn, að sambandið sé viðunandi, sem það er ekki í dag. Við vonumst til að fjarskiptafyrirtækin bregðist hratt og örugglega við þessari áskorun.“

Nýjar fréttir