Ný stjórn í Björgunarfélagi Árborgar

Ný stjórn Björgunarfélags Árborgar.
Ný stjórn Björgunarfélags Árborgar.
Á aðalfundi Björgunarfélags Árborgar þann 1. apríl sl. var kosin ný stjórn. Nýju stjórnina skipa þau Jóhann Valgeir Helgason, formaður, Elvar Már Ölversson, varaformaður, Ármann Ingi Sigurðsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Inga Birna Pálsdóttir, Björgvin Óli Ingvarsson, Sveinn Ægir Birgisson og Sigrún Sigurðardóttir. Fráfarandi stjórnarmeðlimum eru þökkuð vel unnin störf en það voru þau Tryggvi Hjörtur Oddsson sem gengdi stöðu formanns, Karl Ágúst Hoffritz gengdi stöðu gjaldkera og Sesselja Sólveig Birgisdóttir sem gengdi stöðu meðstjórnanda.