-2.8 C
Selfoss

Tónleikar í Torfastaðakirkju

Vinsælast

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Gunnar Kvaran sellóleikari og Hilmar Örn Agnarsson halda tónleika á Boðunardegi Maríu í Torfastaðakirkju sunnudaginn 24. mars nk. kl. 16 og í Stóra-Núpskirkju sama dag kl. 20:30.

Tónleikarnir eru haldnir yndir yfirskriftinni „Til Maríu“. Á efnisskránni eru Ave Maríur eftir ýmsa höfunda ásamt verkum eftir Báru Grímsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, C. Franck, J.S. Bach, o.fl. Gunnar Kvaran flytur stutta hugleiðingu um lífið og tónlistina á tónleikunum. Kirkjukór Stóra-Núpsprestakalls syngur með á tónleikunum í Stóra-Núpskirkju.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nýjar fréttir