4.7 C
Selfoss

Lið Húsasmiðjunnar sigraði Suðurlandsdeildina

Vinsælast

Lokahóf Suðurlandsdeildarinnar 2019 fór fram með pomp og prakt á Stracta Hótel Hellu sl. föstudag. Framreiddur var dýrindis matur, Hermann Árnason fór með gamanmál og Hlynur Snær og Sæbjörg Eva héldu uppi stuðinu frameftir nóttu.

Eftir jafna keppni í vetur var stóð lið Húsasmiðjunnar uppi sem sigurvegari deildarinnar en liðsmenn þeirra lentu í úrslitum í öllum keppnum deildarinnar og voru stigahæst í tölti ásamt Krappa og Vöðlum/Snilldarverk. Lið Húsasmiðjunnar hlaut í verðlaun gistingu fyrir allt liðið með morgunmat á Stracta Hótel Hellu. Í öðru sæti varð lið Vöðla/Snilldarverks og í því þriðja Krappi.

Sæti/Lið/Stig:
1. Húsasmiðjan 235 stig
2. Vöðlar/Snilldarverk 228,5 stig
3. Krappi 217 stig
4. Fet/Kvistir 214,5 stig
5. Equsana 211,5 stig
6. Heimahagi 200 stig
7. Töltrider 187,5 stig
8. Ásmúli 185,5 stig
9. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 164 stig
10. Austurás/Sólvangur 159 stig
11. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 153,5 stig

Tvö lið detta út en það er lið Austuráss/Sólvangs og Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns. Þau lið geta engu að síður sótt um þátttöku aftur þegar auglýst verður í haust. Allir liðsmenn í öllum liðum riðu í braut í deildinni í ár sem er virkilega skemmtilegt.

Breytingar voru gerðar á deildinni fyrir tímabilið að því leyti að sett var aldurstakmark og takmarkað við meistaraflokk í stað 1. flokks áður. Aðstandendum keppninnar finnst að það hafi gert keppnina mun jafnari sem endurspeglast í stigasöfnun liðanna.

Öllum styrktaraðilum, starfsmönnum, sjálfboðaliðum, áhorfendum og síðast en ekki síst keppendum er þakkað fyrir þeirra aðkomu að Suðurlandsdeildinni 2019. Svona viðburður yrði aldrei haldinn nema með aðkomu margra.

Fram undan í Rangárhöllinni er vetrarmót Geysis 6. apríl og Stórsýning sunnlenskra hestamanna sem haldin verður 18. apríl.

Myndir frá Lokahófinu má finna á Facebook síðu Rangárhallarinnar.

Nýjar fréttir