Umferðarslys á Eyrarbakkavegi

Umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi í dag á milli klukkan þrjú og fjögur skammt frá Þorlákshafnarvegi. Þetta kom fram á Tvitter-síðu Vegagerðarinnar seinni partinn í dag. Veginum var lokað um tíma og umferð beint um hjáleið um Selfoss. Ekki er vitað um slys á fólki. Krapi og hálka er á vegum víða á Suðvesturlandi vestan Þjórsár.