5 C
Selfoss

Hljómsveit Unnar Birnu með tónleika í Tryggvaskála

Vinsælast

Unnur Birna Bassadóttir fiðluleikari og söngkona og Björn Thoroddsen gítarleikari eru á ferð um landið ásamt Selfyssingunum Sigurgeiri Skafta Flosasyni bassaleikara og Skúla Gíslasyni trommara. Þau héldu tónleika fyrir fullu húsi í Midgard Hvolsvelli og Skyrgerðinni Hveragerði við frábærar undirtektir fyrir skemmstu.

Tónleikarnir eru mjög fjölbreyttir og taka þau lög frá hinum ýmsu stílum, allt frá Jimi Hendrix og Jethro Tull til Django Reinhardt auk frumsaminna laga. Auk þess að segja skemmtilegar sögur  leika þau listir sínar á hljóðfærin af mikilli snilld. Enginn ætti að láta þennan viðburð framhjá sér fara og kjörið væri að borða dýrindis kvöldverð á Tryggvaskála fyrir tónleika. Miðasala er á midi.is og við hurð, en fólk ætti að tryggja sér miða í tíma.

Hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen verða með tónleika í Tryggvaskála Selfossi laugardaginn 16. mars kl. 20.30. Tónleikaröðin er styrkt af SASS.

Nýjar fréttir