5.6 C
Selfoss

Ráðamenn heimsækja menningarsalinn á Selfossi

Vinsælast

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór hringferð um landið fyrir skömmu og kom víða við, meðal annars á Selfossi. Þar tók á móti þingflokknum Karlakór Selfoss sem söng í menningarsalnum í Hótel Selfossi áður en opinn fundur þingflokksins hófst á Hótel Selfossi.

Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi sagði aðspurður um málið: „Menningarsalur Suðurlands er í mínum huga loksins að fæðast og styttist að mínu mati í menningarsamninginn við ríkið um stuðning við menningu á landsbyggðinni. Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar bauð þingflokki Sjálfstæðismanna í menningarsalinn til að kynna fyrir þeim verkefnið. Mínir góðu félagar í Karlakór Selfoss gerðu stundina svo ógleymanlega þegar þeir sungu nokkur vel valin lög. Einnig má bæta við að íþrótta- og menningarnefnd fær í heimsókn á næstu dögum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.“

Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðbjörg Jónsdóttir, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Nýjar fréttir