2.8 C
Selfoss

Arnon ehf. bauð lægst í jarðvegsframkvæmdir við Hamarshöll

Vinsælast

Opnun tilboða í verkið „Jarðvegsframkvæmdir í Hveragerði 2019 – hluti bílaplans við Hamarshöll“ fór fram 11. febrúar síðastliðinn. Alls bárust 10 tilboð í verkið. Lægsta tilboð var frá Arnon ehf en það var upp á 32.526.423 kr. Aðrir sem buðu í verkið voru: Aðalleið ehf. 32.581.729 kr, Gleipnir verktakar 35.959.467 kr., Sportþjónustan ehf. 36.983.493 kr., HB vélar ehf. 37.062.730 kr., Smávélar ehf. 37.673.580 kr., Borgarverk 39.000.000 kr., Stéttafélagið ehf. 39.564.742 kr., Garpar ehf. 43.009.145 kr. og Garðasmíði ehf. 53.423.101 kr. Kostnaðaráætlun var upp á 35.577.900 kr.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á fundi sínum 21. febrúar sl., að taka tilboði lægstbjóðenda Arnon ehf. enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.

Random Image

Nýjar fréttir