6.1 C
Selfoss

Brúna tunnan kemur í Sveitarfélagið Árborg

Vinsælast

Dreifing á brúnu tunnunni í Sveitarfélaginu Árborg er nú þegar hafin. Þetta kemur fram í samtali við Jón Þóri Frantzson, forstjóra Íslenska gámafélagsins. „Við munum á allra næstu dögum ganga í hús hér í Árborg, kynna breytinguna og hvað í henni felst. Það eru þaulvanir starfsmenn ÍGF sem kynna verkefnið og um að gera fyrir fólk að nýta sér þekkingu þeirra á málefninu,“ segir Jón.

Markmið með verkefninu er að ná öllum lífrænum úrgangi úr heimilissorpinu. Það er gert bæði til að draga úr óendurvinnanlegum úrgangi sem þarfnast eyðingar og þannig takmarka þann kostnað sem hlýst af sorpförgun. Eins og allir vita er talsvert breytt landslag í förgunarmálum á Suðurlandi og mikilvægt að bregðast sem hraðast við breyttum aðstæðum.

Nýjar fréttir