7.8 C
Selfoss

Tapas og palos dansar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri

Vinsælast

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er í Erasmus+ samstarfsvekefni með grunnskólum frá Spáni, Þýskalandi og Grikklandi (Krít) nú í vetur. Nemendahópar úr 7. og 8. bekk heimsækja vinabekki í þessum Evrópulöndum á þessu og næsta skólaári með það að markmiði að kynnast landi og þjóð, menningu, staðháttum og sérstöðu. Nemendur skólanna kynna sé héruð vinaskóla og nú í vikunni héldu nemendur á unglingastigi þemadag þar sem þeir settu upp glærukynningar um Aragon hérað á norður Spáni, skreyttu skólann, lærðu palos þjóðdansa og útbjuggu tapas smáréttaveislu.

Nemendur skólans munu svo heimsækja Þýskaland á vormánuðum og grísku eyjuna Krít næsta haust. Samstarfinu lýkur svo vorið 2020 þegar evrópsku vinabekkirnir heimsæka okkur til Íslands og taka þátt í Barnabæ.

Nýjar fréttir