-3.9 C
Selfoss

Leikum og lærum

Vinsælast

Leikum og lærum er heitið á þriðja kafla menntstefnu Árborgar 2018–2022. Þar er lögð áhersla á fjölbreyttar námsleiðir, frumkvæði, samvinnu og nýsköpun.

Sköpun
Leikur, sköpun og gleði eru ríkir þættir í skólastarfi
• Frumkvæði, samvinna og nýsköpun einkennir skólastarf
• Skapandi greinum er gefið mikið vægi í skólastarfinu
• Kjarnanámsgreinar og skapandi greinar fléttast saman með teymiskennslu og faglegri samvinnu
• Leiknum er gert hátt undir höfði og gott svigrúm gefið til leikja

Nám og kennsla
Einstaklingsmiðað nám, markviss samvinna og fjölbreyttar námsleiðir
• Lögð er áhersla á framsæknar og fjölbreyttar kennsluaðferðir með einstaklingsmiðað nám að leiðarljósi
• Nám og kennsla stuðlar að því að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun, þekkingu og hæfni til að tjá skoðanir sínar
• Unnið er að því að efla málþroska og læsi, svo sem með þverfaglegum samstarfsverkefnum og styrkingu orðaforða
• Foreldrar eru virkir þátttakendur í námi barna sinna
• Tekið er tillit til áhuga nemenda og ábyrgðar á eigin námi
• Vettvangsferðir og nám í nærumhverfi skólanna eru mikilvægir þættir í skólastarfi
• Námsmat er fjölbreytt leiðsagnarmat þar sem hæfni nemenda er höfð að leiðarljósi
• Öflugt faglegt samstarf er á milli skóla og skólastiga sem miðar að samfellu í námi

Umhverfi og aðbúnaður
Aðbúnaður og námsgögn við allra hæfi
• Aðstaða til náms er góð, aðbúnaður og kennslugögn taka mið af aldri og þroska nemenda
• Skólalóðir eru öruggar og aðgengilegar, aðbúnaður höfðar til allra aldurshópa og nýtist bæði til náms og leikja
• Skólar eru snyrtilegir og frístundasvæði þægileg og aðlaðandi
• Aðbúnaður, m.a. tæknibúnaður, til náms, kennslu og stoðþjónustu er góður og fjölbreyttur
• Umhverfisvitund og sjálfbær hugsun er mikilvægur þáttur skólastarfsins
• Nemendur læra að umgangast nánasta umhverfi sitt af virðingu og alúð
• Umhverfisvernd og flokkun sorps er markviss og unnið er að því að draga úr matarsóun

Mynd:

(leikum og lærum)

Nýjar fréttir