0.6 C
Selfoss

Knattspyrnudeild Hamars og Kjörís endurnýja samstarfssamning

Vinsælast

Kjörís hefur verið aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Hamars í Hveragerði í fjölda ára. Á dögunum var undirritaður nýr samningur um áframhaldandi samstarf til tveggja ára. Hamarsmenn eru afar þakklátir fyrir stuðninginn frá Kjörís undanfarin ár og eru spennt að halda áfram því samstarfi. Kjörísmótin munu halda áfram sínu striki, en þau hafa verið gríðarlega vinsæl hjá öllum þeim sem hafa sótt þau. Allir flokkar knattspyrnudeildar munu halda áfram að vera með merki Kjörís framan á keppnisbúningum sínum.

Nýjar fréttir