Í tilkynningu frá hollvinasamtökum menningarsalar Suðurlands, sem staðsettur er í Hótel Selfossi, kemur fram að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætli að koma í heimsókn og skoða salinn.
„Þann 5. febrúar kl. 19:30 mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt fleirum koma í heimsókn í menningarsalinn til að fá stutta kynningu á þeim tækifærum sem felast í uppbyggingu hans,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Jafnframt segir að málefni menningarsalarins hafi verið í vinnslu og þokist í rétta átt, þó hægt gangi á stundum. Þá segir að ríkisstjórnin hafi tekið jákvætt í þær tillögur að leggja fram fjármagn í uppbyggingu salarins. „Við eigum eftir að sjá staðfestingu þess efnis í fjárlögum sem vonandi gerist sem fyrst.“
Af þessu tilefni býður Sveitarfélagið Árborg hollvinasamtökunum að mæta á mánudaginn 4. febrúar nk. kl. 18 í u.þ.b. eina til tvær klukkustundir og fínpússa salinn aðeins þannig að hann líti sem best út. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu hollvinasamtakanna hér