4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Gönguleiðir við Fjaðrárgljúfur opnaðar á morgun

Gönguleiðir við Fjaðrárgljúfur opnaðar á morgun

0
Gönguleiðir við Fjaðrárgljúfur opnaðar á morgun
Gönguleið við Fjaðrárgljúfur. Mynd: Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum, 23. janúar, opna gönguleiðir við náttúruverndarsvæðið Fjaðrárgljúfur.

Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Nú eru aðstæður betri eins og sjá má á mynd með fréttinni.

Stofnunin vill beina því til gesta að notast alfarið við merktar gönguleiðir og fara aldrei yfir girðingar eða inn á svæði þar sem umferð er takmörkuð vegna viðkvæms gróðurs eða dýralífs.