1.1 C
Selfoss

Breytt landslag í sorpmálum á Suðurlandi kallar á ítarlegri flokkun

Vinsælast

Miklar vendingar eru fram-undan í sorpmálum Sunn-lendinga á næstu misserum. Ástæða þess er að SORPA bs. hefur tekið ákvörðun um að hætta móttöku á sorpi frá Suðurlandi. Ástæður þessarar ákvörð-unar má rekja til þess að ekki hefur tekist að finna urðunar-stað á Suðurlandi sem myndi þjóna Sunnlendingum og SORPU fyrir afsetningu óendur-vinnanlegs úrgangs. Eins og fram kom nú í haust hafnaði Sveitarfélagið Ölfus að opnaður yrði urðunarstaður í landi Nessands. Horft hafði verið til þess frá 2009 að opna urðunarstað á svæðinu, en sveitar-félagið lagðist gegn þeim áformum eftir íbúafund sem hald-inn var um málið. Sorpstöð Suðurlands, byggðarsamlag sveitar-félaga í Árnes- og Rangárvallasýslum, sér um sorp-mál á svæðinu og hefur umsjón með að finna þessum málum farveg.

Útflutningur ein af þeim lausnum sem horft er til

Jón Valgeirsson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Suður-lands, segir að heilmikil vinna hafi farið fram innan SOS til að leysa úrgangsmálin. „Við erum núna í viðræðum við SORPU bs. að framlengja sam-n-ing, tímabundið, meðan við erum að leysa úr okkar málum. Þá eru einhverjir aðrir möguleikar í gangi en verið er að kanna með það. Meðal annars er verið að senda erindi á aðra urðunarstaði um tímabunda urðun. Þar er sérstaklega verið að kanna málin hjá Sorpstöð Rang-æinga, Sorpsamlaginu Hulu á Skógarsandi, Sveitar-félaginu Ölfusi vegna Kirkju-ferjuhjáleigu, ef vera mætti að hægt væri að leysa hluta málsins á þessum stöðum. Þá hafa verið send erindi til Fíflholts og Stekkjarvíkur um tímabundna urðun.“ 

Nú hefur Sorpstöð Suður-lands auglýst eftir landi undir urðunarstað, hvernig gengur það? 

„Það er ekki hægt að segja að margir hafi hringt, en einhverjar fyrirspurnir. Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, hefur verið að aðstoða okkur með lausnir og eitt af þeim málum sem eru á hans könnu er að kanna möguleika á urðunarstöðum. Rétt er að taka fram að sá úrgangur sem yrði urðaður á slíkum stað væri án lífrænna efna og annarra þátta sem skapa fokhættu og lykt. Þetta yrði í engu líkt því sem menn þekktu hér fyrr á árum þegar öllu var sópað ofan í opnar grafir óunnu.“

Hvað með útflutning á úrgangi?

„Við höfum verið að horfa til þess. Það er einn af möguleikunum í stöðunni. Þar sem enginn urðunarstaður er á Suðurlandi og urðunarstaðir í öðrum landshlutum að mestu fullnýttir, varð niðurstaðan sú að útflutningur á þessum hluta úrgangsins væri vænlegasti kosturinn, þrátt fyrir kostnaðar-auka sem því fylgir. Að því gefnu að ekki finnist svæði hér. Nægur markaður er fyrir orkuríkan úr-gang í sorporkustöðvum í Evrópu, en brennsla í slíkum stöðvum hefur það fram yfir urðun að orkan úr úrganginum nýtist og kemur í stað orku úr jarð-efnaeldsneyti. Athuganir benda til að kolefnisspor út-flutnings-ins sé hverfandi miðað við þann ávinning sem fæst með orkunýtingunni, segir Jón.“

Mikilvægi flokkunar aldrei verið meira

Til þess að sporna við kostnaði sem myndast við urðun úrgangs er mikilvægt að auka flokkun. Ekki einungis flokkun á endurvinnanlegum hráefnum eins og pappír, plasti, málmum og fernum heldur verður lögð ríkari áhersla á söfnun á lífrænum úrgangi. Hluti sveitarfélaga innan vébanda SOS eru að safna lífrænum úrgangi og hafa gert í talsverðan tíma, eins og Hveragerði og Flóahreppur. Önnur þurfa lengri tíma til að koma lífrænni flokkun af stað. Í Hrunamannahreppi er áætlað að lífræn söfnun hefjist innan skamms. Heilt yfir lítur út fyrir að öll sveitarfélög innan SOS verði farin að flokka lífrænan úrgang um mitt þetta ár. Dagskráin hafði samband við Stefán Gíslason, umhverfisfræðing hjá Environice, og innti hann eftir því hvers vegna mikilvægt væri að flokka. „Flokkun er mikilvæg hvort sem maður lítur á málið í umhverfislegu, fjárhagslegu eða lagalegu, samhengi. Í fyrsta lagi þurfum við að nýta auðlindirnar okkar sem best svo að þær endist mannkyninu sem lengst. Í öðru lagi er förgun úrgangs dýrari en aðrir kostir og sá kostnaður mun fyrirsjáanlega aukast á næstu árum. Og í þriðja lagi þurfa sveitarfélög að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur um endurvinnsluhlutfall og þeim kröf-um er ekki hægt að mæta án aukinnar flokkunar. Og svo er úrgangur ekki bara úrgangur. Úrgangur er fyrst og fremst vara sem okkur hefur mistekist að nýta nógu vel. Og mest af þessari vöru keyptum við fyrir peninga, sem við fengum í skipt-um fyrir vinnu, eða í raun og veru í skiptum fyrir hluta af tímanum sem við fengum í vöggugjöf.“

Verðmæti liggja í lífrænum úrgangi

„Flokkun og endurvinnsla lífræns úrgangs er sérstaklega mikilvæg, bæði til að losna við vandamál sem fylgja alltaf förgun á lífrænum úrgangi og líka til að nýta verðmætin sem liggja í úrganginum. Ef úrgangurinn sem við höfum verið að urða síðustu ár hefði verið laus við lífrænar leifar, þá hefðum við líka losnað að mestu við flest þau óþægindi sem fólk tengir helst við urðunarstaði, svo sem vonda lykt, vatnsmengun, ásókn máva og annarra dýra, eldhættu og losun metans út í andrúmsloftið. Úr lífrænum úrgangi er líka hægt að vinna moltu eða jarðvegsbæti, sem Íslendinga sárvantar. Landið okkar hefur verið að blása upp áratugum og öldum saman. Sú staða væri allt öðruvísi og miklu betri ef við hefðum borið gæfu til að vinna jarðvegsbæti úr lífrænum úrgangi og skila honum aftur til landsins. Í lífrænum úrgangi er líka fosfór sem er bráðnauðsynlegur öllu lífi, bæði sem næring fyrir gróðurinn og fyrir bein og aðra vefi líkamans. Nýtanlegur fosfór á jörðinni mun ganga til þurrðar á næstu öldum ef við höldum áfram að henda öllum fosfórafgöngum sem á vegi okkar verða.

Besta leiðin að koma í veg fyrir myndun úrgangs

„Urðun úrgangs ætti alltaf að vera neyðarúrræði sem aldrei er beitt fyrr en allar aðrar betri leiðir hafa verið reyndar. Besta leiðin er náttúrulega að koma í veg fyrir að úrgangur myndist, t.d. með því að kaupa ekkert sem ekki er bráðnauðsynlegt og með því að sjá til þess að hlutirnir haldist sem lengst í notkun í stað þess að verða að úrgangi. Allan úrgang sem fellur til þarf að flokka strax áður en hann mengast af öðrum úrgangsefnum. Góð flokkun er forsenda þess að hægt sé að nýta efnið til endurvinnslu. Þrátt fyrir góðan vilja endar þetta þó alltaf með því að einhverju þarf að farga. Þá er langskásti kosturinn að brenna það og nýta orkuna sem þannig losnar til upphitunar og rafmagnsframleiðslu, rétt eins og gert er í sorporkustöðvum í Evrópu. Með því að urða úrgang er bæði verið að kasta efni og orku á glæ. Þess vegna á urðun að vera neyðarúrræði, en flokkun forgangsmál.“

Nýjar fréttir