FSu sigraði MÍ í Gettu betur í gærkvöldi

Mynd: ruv.is.
Mynd: ruv.is.
Önnur umferð spurningakeppninnar Gettu betur fór fram á Rás tvö í gærkvöldi. Þau lið sem komust áfram komast í átta liða úrslit sem fram fer í sjónvarpssal.
Lið Fjölbrautarskóla Suðurlands sigraði Menntaskólann á Ísafirði með 25 stigum gegn 17 í fyrstu viðureign kvöldsins. Með þessari glæsilegu niðurstöðu komst lið FSu áfram og tekur þátt í sjónvarpshluta keppninnar. Hún hefst þann 1. febrúar nk.
Síðar um kvöldið keppti lið Menntaskólans að Laugarvatni við Menntaskólann á Akureyri. Keppninni lauk þannig að MA hafði betur með 23 stigum gegn 15 stigum ML.