7.8 C
Selfoss

ML hafði betur í viðureign sinni við FB í Gettu betur

Vinsælast

Það var spennandi og jöfn keppni milli liða Menntaskólans á Laugarvatni og Fjölbrautarskólans í Breiðholti í gærkvöldi. Keppninni lauk þó að lokum með sigri ML 16 – 10.

Lið Menntaskólans að Laugarvatni skipa snillingarnir Ísold Egla Guðjónsdóttir 3N, Sigríður Magnea Kjartansdóttir 3F og Sindri Bernholt 1N. Þjálfari liðsins er Håkon Snær Snorrason stúdent frá ML vorið 2018.

Fjórtán sigurlið fyrri umferðar komast áfram í aðra umferð keppninnar. Það eru lið VA, FSu, Kvennaskólans, MÍ, Borgarholtsskóla, Flensborgar, FG, MR, FS, MH Versló, MB, ML og MA. Að lokinni keppni í fyrri umferð var dregið í viðureign annarrar umferðar:

14.jan
19.30 – MÍ – FSu
20.00 – Borgó – Laugar
20.30 – FG – VA
21.00 – MA – ML

15.jan
19.30 – Versló – Tækniskólinn
20.00 – MR – Flensborg
20.30 – MH – FS
21.00 – MB – Kvennó

Keppni er í beinni á Rás 2 og hefst hvort kvöld kl.19.25.

Fréttin birtist fyrst á vef Ruv.is

 

Nýjar fréttir