7.3 C
Selfoss

Almar Óli dúx FSu

Vinsælast

Almar Óli Atlason er dúx FSu á haustönn 2018. 48 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 21. desember.

Einn nemandi lauk námi í vélvirkjun, fimm grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, einn á listnámsbraut og þrír á starfsbraut. Þá brautskráðust 38 stúdentar, 20 af opinni línu, 7 af listalínu, tveir af hestalínu, einn af félagsgreinalínu, einn af alþjóðalínu, einn af náttúrufræðilínu, einn af viðskipta- og hagfræðilínu og loks 5 nemendur sem luku námi á stúdentsbraut að loknu starfsnámi.

Almar Óli Atlason og Heiðrun Anna Hlynsdóttir hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku, spænsku, íslensku, stærðfræði og eðlis-og efnafræði. Karolina Konieczna hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur stærðfræði. Magdalena Eldey Þórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimspeki. Sigríður Esther Birgisdóttir hlaut viðurkenning fyrir góðan árangur í sögu. Cornelia Petronella Maria Vijn hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist. Hanna Kristín Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í handverki og hönnun.

 

Nýjar fréttir