1.1 C
Selfoss

Björn Ingi Jónsson ráðinn verkefnisstjóri Almannavarna

Vinsælast

Björn Ingi Jónsson hefur nú verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Björn Ingi var valinn úr hópi 10 umsækjenda. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Björn Ingi hefur störf um komandi áramót.

Björn hefur langa reynslu af störfum í björgunargeiranum. Hann hefur setið bæði sem formaður Björgunarfélags Hornafjarðar og í svæðisstjórn björgunarsveita þar eystra. Þá starfaði hann sem héraðslögreglumaður um 10 ára skeið og sem afleysingamaður í lögreglu á sumrum. Þá hefur hann setið í almannavarnarnefnd frá árinu 2006 og sem formaður hennar þau fjögur ár sem hann var bæjarstjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Aðspurður um hvernig starfið leggist í hann segir Björn: „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég er fullur tilhlökkunar að fara að starfa með öllu því góða fólki sem kemur að og tengist þessum málum á öllu Suðurlandi. Ég hef verið tengdur við þennan málaflokk í nokkuð mörg ár og veit að hann getur verið krefjandi en einnig mjög skemmtilegur og gefandi.“

Nýjar fréttir